Leikskóla hugsanlega lokað vegna svínaflensu 16. ágúst 2009 12:05 Leikskólinn Aðalþing í Kópavogi. Sex af 19 starfsmönnum leikskólans Aðalþings í Kópavogi hafa verið frá vinnu síðustu daga. Grunur leikur á að fjórir þeirra séu með svínaflensu. Guðrún Alda Harðardóttir, leikskólastjóri, er hæfilega bjartsýn á að ekki þurfi að loka skólanum en foreldrum hefur engu að síður verið gert viðvart um stöðuna. Starfsfólkið hefur verið töluvert veikt en Guðrún telur að það hafi veikst áður en leikskólastarfið hófst á nýjan leik eftir sumarleyfi í byrjun ágúst. Hún telur því að tilviljun ráði því hversu margir starfsmenn hennar séu veikir. „Mér skilst að þetta sé eini skólinn í Kópavogi þar sem staðan er þessi." „Það er rétt að það eru nokkrir starfsmenn búnir að vera veikir alla síðustu viku og það leikur sterkur grunur um að þeir séu með svínaflensu," segir leikskólastjórinn. Engin börn í leikskólanum hafa veikst eða sýnt flensueinkenni. Guðrún segir að starfsfólk sitt hafi verið töluvert mikið veikt. „Þau hafa ekki fengið það í gegn að fá sýnatöku sem er slæmt fyrir svona skólastofnun en þannig verður það að vera." Guðrún segir að stjórnendur leikskólans hafi unnið náið með leikskólayfirvöldum í Kópavogi og viðbragðsteymi bæjarfélagsins vegna svínaflensunnar. Þá hafi foreldrum verið gert viðvart í síðustu viku um stöðu mála og þeir beðnir um að vera í viðbragðsstöðu. Á föstudaginn þurftu foreldrar að sækja börn sín fyrr í leikskólann en þá var aukið álag á starfsfólk farið að segja til sín. Guðrún er bjartsýn á að ekki þurfi að grípa til þess ráðs að loka leikskólanum. Eitthvað af starfsfólki hennar sé að hressast. „Ég er hæfilega bjartsýn á meðan að aðrir veikist ekki," segir leikskólastjórinn og bætir við að málið skýrist væntanlega strax í fyrramálið þegar leikskólinn opnar eftir helgarleyfi. Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Sex af 19 starfsmönnum leikskólans Aðalþings í Kópavogi hafa verið frá vinnu síðustu daga. Grunur leikur á að fjórir þeirra séu með svínaflensu. Guðrún Alda Harðardóttir, leikskólastjóri, er hæfilega bjartsýn á að ekki þurfi að loka skólanum en foreldrum hefur engu að síður verið gert viðvart um stöðuna. Starfsfólkið hefur verið töluvert veikt en Guðrún telur að það hafi veikst áður en leikskólastarfið hófst á nýjan leik eftir sumarleyfi í byrjun ágúst. Hún telur því að tilviljun ráði því hversu margir starfsmenn hennar séu veikir. „Mér skilst að þetta sé eini skólinn í Kópavogi þar sem staðan er þessi." „Það er rétt að það eru nokkrir starfsmenn búnir að vera veikir alla síðustu viku og það leikur sterkur grunur um að þeir séu með svínaflensu," segir leikskólastjórinn. Engin börn í leikskólanum hafa veikst eða sýnt flensueinkenni. Guðrún segir að starfsfólk sitt hafi verið töluvert mikið veikt. „Þau hafa ekki fengið það í gegn að fá sýnatöku sem er slæmt fyrir svona skólastofnun en þannig verður það að vera." Guðrún segir að stjórnendur leikskólans hafi unnið náið með leikskólayfirvöldum í Kópavogi og viðbragðsteymi bæjarfélagsins vegna svínaflensunnar. Þá hafi foreldrum verið gert viðvart í síðustu viku um stöðu mála og þeir beðnir um að vera í viðbragðsstöðu. Á föstudaginn þurftu foreldrar að sækja börn sín fyrr í leikskólann en þá var aukið álag á starfsfólk farið að segja til sín. Guðrún er bjartsýn á að ekki þurfi að grípa til þess ráðs að loka leikskólanum. Eitthvað af starfsfólki hennar sé að hressast. „Ég er hæfilega bjartsýn á meðan að aðrir veikist ekki," segir leikskólastjórinn og bætir við að málið skýrist væntanlega strax í fyrramálið þegar leikskólinn opnar eftir helgarleyfi.
Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira