Erlent

Er þetta Ívan grimmi?

Er þetta Ívan Grimmi?
Er þetta Ívan Grimmi?

Hinum 89 ára gamla John Demjanjuk hefur verið skipað af bandarískum yfirvöldum að gefa sig fram við útlendingastofnun svo hægt sé að flytja hann úr landi.

Ástæðan - hann er grunaður um að vera Ívan hinn grimmi - nasisti sem er ábyrgur fyrir dauða 21 þúsund gyðinga í helförinni.

John kom til Bandaríkjanna á sjötta áratugnum og hefur búið þar í landi síðan þá. Hann hóf störf í bílaiðnaði og lifði hamingjusömu lífi þangað til árið 2001.

Það var þá sem fórnalamb í naistabúðunum Sobibor bar kennsl á hann sem hinn hryllilega nasista foringja sem var kallaður Ívan grimmi.

Ísraelskur dómstóll fann hann síðan sekan um glæp gegn mannkyni og kvað upp dauðadóm. Sjálfur neitaði John þrálátlega og sagðist sjálfur hafa verið í haldi sem stríðsfangi í Úkraníu.

Svo flæktust málin. Nýjar upplýsingar frá Rússlandi bárust til Ísraela þar sem kom í ljós að Ívan hinn grimmi væri að öllum líkindum annar maður.

Engu síður, þeir vilja fá John til sín.

Fjölskylda Johns hefur barist hatrammlega gegn framsalinu en nú virðist það vera ljóst að John þarf að fara til Ísraels.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×