Slökkviliðsstjóri: Ökuníðingnum var ekkert heilagt Magnús Már Guðmundsson skrifar 22. júní 2009 10:58 Mynd/Arnþór Birkisson „Menn upplifðu hér á bílaplaninu að það væri í rauninni ekkert heilagt hjá honum. Það er þess vegna sem við brugðust við á þennan máta," segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, um manninn sem gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. Sjúkrabifreið var ekið á jeppabifreið mannsins til að reyna að stöðva för hans. Ökuníðingurinn, sem er hálffertugur karlmaður, reyndi að keyra í gegnum útkeyrsludyr slökkviliðsins sem snúa í norður. Lögreglumenn sem komu aðvífandi áttu fótum sínum fjör að launa þegar maðurinn keyrði á bifreið þeirra. Þá hófst eftirför sem lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu rétt fyrir klukkan níu. Áður hafði maðurinn haft samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis og hótað að myrða lögreglumenn sem yrðu á vegi hans.Óttuðust að hinn almenni borgari væri í hættu Jón Viðar segir að sínir menn hafi óttast að illa myndi fara og því hafi sjúkrabifreið tekið þátt í eftirförinni og reynt að stöðva manninn. „Eftir að við sáum að hann var búinn að keyra niður lögreglubifreið á planinu hjá okkur vorum við hræddir um að hann færi að keyra á hvern sem er og að hinn almenni borgari væri í hættu." Maðurinn var handtekinn á planinu fyrir aftan lögreglustöðina við Hverfisgötu.Mynd/Arnþór Birkisson Afstýrðu frekari hörmungum Aðspurður segir Jón Viðar að slökkviliðsmenn hafi þjálfun í forgangsakstri en ekki í að veita eftirför. „Við höfum ekki sérmenntun í að veita einum né neinum eftirför. Menn voru náttúrulega að grípa til þess neyðarréttar sem menn hafa til að koma í veg fyrir frekari hörmungar. Það hefði verið skelfilegt ef að við hefðum ekki gert neitt og hann hefði keyrt á einhverja bíla án þess að við hefðum brugðist við," segir slökkviliðsstjórinn.Unnið að viðgerðum Jón Viðar segir unnið sé að viðgerðum á hurðum slökkvistöðvarinnar í norðurátt en tvær hurðir snúi í suður. „Við gátum nýtt þær til að flytja bíla út þannig að viðbragðsstyrkur okkar var í góðu lagi." Tengdar fréttir Ökuníðingur yfirheyrður í dag - myndband Maður á stórum jeppa gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók hann meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. 22. júní 2009 07:03 Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. 21. júní 2009 21:25 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Menn upplifðu hér á bílaplaninu að það væri í rauninni ekkert heilagt hjá honum. Það er þess vegna sem við brugðust við á þennan máta," segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, um manninn sem gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. Sjúkrabifreið var ekið á jeppabifreið mannsins til að reyna að stöðva för hans. Ökuníðingurinn, sem er hálffertugur karlmaður, reyndi að keyra í gegnum útkeyrsludyr slökkviliðsins sem snúa í norður. Lögreglumenn sem komu aðvífandi áttu fótum sínum fjör að launa þegar maðurinn keyrði á bifreið þeirra. Þá hófst eftirför sem lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu rétt fyrir klukkan níu. Áður hafði maðurinn haft samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis og hótað að myrða lögreglumenn sem yrðu á vegi hans.Óttuðust að hinn almenni borgari væri í hættu Jón Viðar segir að sínir menn hafi óttast að illa myndi fara og því hafi sjúkrabifreið tekið þátt í eftirförinni og reynt að stöðva manninn. „Eftir að við sáum að hann var búinn að keyra niður lögreglubifreið á planinu hjá okkur vorum við hræddir um að hann færi að keyra á hvern sem er og að hinn almenni borgari væri í hættu." Maðurinn var handtekinn á planinu fyrir aftan lögreglustöðina við Hverfisgötu.Mynd/Arnþór Birkisson Afstýrðu frekari hörmungum Aðspurður segir Jón Viðar að slökkviliðsmenn hafi þjálfun í forgangsakstri en ekki í að veita eftirför. „Við höfum ekki sérmenntun í að veita einum né neinum eftirför. Menn voru náttúrulega að grípa til þess neyðarréttar sem menn hafa til að koma í veg fyrir frekari hörmungar. Það hefði verið skelfilegt ef að við hefðum ekki gert neitt og hann hefði keyrt á einhverja bíla án þess að við hefðum brugðist við," segir slökkviliðsstjórinn.Unnið að viðgerðum Jón Viðar segir unnið sé að viðgerðum á hurðum slökkvistöðvarinnar í norðurátt en tvær hurðir snúi í suður. „Við gátum nýtt þær til að flytja bíla út þannig að viðbragðsstyrkur okkar var í góðu lagi."
Tengdar fréttir Ökuníðingur yfirheyrður í dag - myndband Maður á stórum jeppa gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók hann meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. 22. júní 2009 07:03 Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. 21. júní 2009 21:25 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ökuníðingur yfirheyrður í dag - myndband Maður á stórum jeppa gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók hann meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. 22. júní 2009 07:03
Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. 21. júní 2009 21:25