Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 21. júní 2009 21:25 Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í fjarskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. Eltingaleikurinn hófst eftir áhlaup mannsins á Skógarhlíðina, en þar hafði hann reynt að keyra í gegn um allar útkeyrsludyr slökkviliðsins. Lögreglumenn sem komu aðvífandi áttu fótum fjör að launa þegar maðurinn keyrði á bíl þeirra. Eltingarleikurinn stóð þaðan og eftir Snorrabrautinni, en að sögn lögreglu keyrði maðurinn á fólksbíl á leiðinni. Sjúkrabíll reyndi að stöðva manninn með því að keyra á hann, en án árangurs. Maðurinn var loks handtekinn á planinu aftan við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Hann var óvopnaður og talinn lítið sem ekkert slasaður. Einn lögreglumaður hlaut minniháttar meiðsli í æsingnum. Maðurinn hafði hringt í fréttastofu fyrr um kvöldið og beðið um umfjöllun. Hann var þá í talsverðu uppnámi og sagðist eiga óuppgerðar sakir við lögregluna. Hann hringdi aftur síðar um kvöldið, enn órólegri en í fyrra skiptið. Þá sagðist hann vera á tveggja tonna jeppa á 140 kílómetra hraða á leið niður í miðbæ. Hann sagðist ætla að keyra inn í lögreglustöðina og talaði síðan um að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar. Auk þess hótaði hann að skaða lögreglumenn eða -bíla ef þeir yrðu á vegi hans. „Finnst þér ekki fáránlegt að ég sé að segja þetta?" sagði maðurinn og sagðist vera kominn með nóg af því að lögreglan vildi ekki ræða við hann. Hann sagðist grípa til þessara ráða til að fá loksins einhverja athygli. Fréttamaður reyndi að róa manninn niður og segja honum að fara heim án árangurs. Símtalinu lauk þegar maðurinn sagðist ætla að fá leiðbeiningar 118 símaskrár til að finna Skógarhlíð 16, þar sem hann sagðist ætla að keyra inn í húsið. „Þú átt eftir að heyra af þessu í kvöld." Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í fjarskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. Eltingaleikurinn hófst eftir áhlaup mannsins á Skógarhlíðina, en þar hafði hann reynt að keyra í gegn um allar útkeyrsludyr slökkviliðsins. Lögreglumenn sem komu aðvífandi áttu fótum fjör að launa þegar maðurinn keyrði á bíl þeirra. Eltingarleikurinn stóð þaðan og eftir Snorrabrautinni, en að sögn lögreglu keyrði maðurinn á fólksbíl á leiðinni. Sjúkrabíll reyndi að stöðva manninn með því að keyra á hann, en án árangurs. Maðurinn var loks handtekinn á planinu aftan við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Hann var óvopnaður og talinn lítið sem ekkert slasaður. Einn lögreglumaður hlaut minniháttar meiðsli í æsingnum. Maðurinn hafði hringt í fréttastofu fyrr um kvöldið og beðið um umfjöllun. Hann var þá í talsverðu uppnámi og sagðist eiga óuppgerðar sakir við lögregluna. Hann hringdi aftur síðar um kvöldið, enn órólegri en í fyrra skiptið. Þá sagðist hann vera á tveggja tonna jeppa á 140 kílómetra hraða á leið niður í miðbæ. Hann sagðist ætla að keyra inn í lögreglustöðina og talaði síðan um að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar. Auk þess hótaði hann að skaða lögreglumenn eða -bíla ef þeir yrðu á vegi hans. „Finnst þér ekki fáránlegt að ég sé að segja þetta?" sagði maðurinn og sagðist vera kominn með nóg af því að lögreglan vildi ekki ræða við hann. Hann sagðist grípa til þessara ráða til að fá loksins einhverja athygli. Fréttamaður reyndi að róa manninn niður og segja honum að fara heim án árangurs. Símtalinu lauk þegar maðurinn sagðist ætla að fá leiðbeiningar 118 símaskrár til að finna Skógarhlíð 16, þar sem hann sagðist ætla að keyra inn í húsið. „Þú átt eftir að heyra af þessu í kvöld."
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira