Umfjöllun: Tryggvi bjargaði stigi fyrir Stjörnuna Ómar Þorgeirsson skrifar 2. júlí 2009 15:35 Daníel Laxdal og Björgólfur Takefusa í baráttunni í leik liðanna í kvöld. Mynd/Daníel Stjarnan og KR skildu jöfn, 1-1, í Pepsi-deild karla á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld. KR er þar með fyrsta liðið til þess að taka stig af Stjörnumönnum á heimavelli þeirra í sumar en Vesturbæingar eru væntanlega enn að klóra sér í hausnum yfir því að hafa ekki farið þaðan í burtu með öll stigin þrjú. Björgólfur Takefusa kom gestunum yfir eftir hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu en jöfnunarmark heimamanna kom í blálok uppbótartíma venjulegs leiktíma og þar var að verki gamli KR-ingurinn Tryggvi Sveinn Bjarnason. Það tók liðin annars smá tíma að finna taktinn á Stjörnuvelli í kvöld og framan af skapaðist mesta hættan úr föstum leikatriðum. Stjörnumönnum gekk illa að finna glufur á skipulögðum varnarleik KR-inga í fyrri hálfleik en gestirnir voru hins vegar hættulegir í skyndiupphlaupum með þá Óskar Örn Hauksson og Prince Rajcomar í aðalhlutverkum. Eftir um hálftíma leik barst boltinn inn fyrir vörn Stjörnunnar og þá var Óskar Örn strax mættur eins og hrægammur og hirti boltann og lék á Bjarna Þórð í Stjörnumarkinu, sem braut á honum og vítaspyrna réttilega dæmd. Björgólfur Takefusa fór á punktinn og skoraði af öryggi og það reyndist eina markið í hálfleiknum en KR-ingar voru líklegri til þess að bæta við marki en Stjörnumenn að jafna. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti ekki mikið fyrir augað og lítið um opin marktækifæri. Liðin spiluðu mikinn kraftabolta með endalausum háloftaspyrnum og kýlingum langt fram völlinn. KR-ingar virtust líka vera sáttir með sitt og þrátt fyrir að þeir hafi fallið ef til vill einum of aftarlega á völlinn var í raun fátt sem benti til þess að Stjörnumenn myndu skora. Það trylltist því allt á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Tryggvi sveinn, fyrrum varnarmaður KR, var réttur maður á réttum stað og náði að pota inn jöfnunarmarkinu af stuttu færi og þar við sat. Risastórt stig fyrir Stjörnumenn staðreynd miðað við hvernig leikurinn spilaðist en KR-ingar að vonum svekktir og eitt stig rýr uppskera í Garðabænum í kvöld.Tölfræðin:Stjarnan - KR 1-1 0-1 Björgólfur Takefusa (31.) 1-1 Tryggvi Sveinn Bjarnason (90.+5.) Stjörnuvöllur, áhorfendur 1.459 Dómari: Þóroddur Hjaltalín (4) Skot (á mark): 9-8 (4-3) Varin skot: Bjarni Þórður 2 - Stefán Logi 3 Horn: 7-5 Aukaspyrnur fengnar: 19-15 Rangstöður: 1-6Stjarnan (4-3-3) Bjarni Þórður Halldórsson 6 Guðni Rúnar Helgason 6 Daníel Laxdal 7 *Tryggvi Bjarnason 7 -Maður leiksins Hafsteinn Rúnar Helgason 3 (38., Jóhann Laxdal 5) Björn Pálsson 5 Birgir Hrafn Birgisson 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 (75., Magnús Björgvinsson -) Arnar Már Björgvinsson 3 (88., Richard Hurlin -) Halldór Orri Björnsson 5 Ellert Hreinsson 2KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 7 Jordao Diogo 6 *Óskar Örn Hauksson 7 (84., Atli Jóhannsson -) Jónas Guðni Sævarsson 6 Bjarni Guðjónsson 6 Baldur Sigurðsson 6 Prince Rajcomar 5 (75., Gunnar Örn Jónsson-) Björgólfur Takefusa 6 (84., Guðmundur Pétursso Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Stjörnunnar og KR í 10. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - KR . Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Stjarnan og KR skildu jöfn, 1-1, í Pepsi-deild karla á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld. KR er þar með fyrsta liðið til þess að taka stig af Stjörnumönnum á heimavelli þeirra í sumar en Vesturbæingar eru væntanlega enn að klóra sér í hausnum yfir því að hafa ekki farið þaðan í burtu með öll stigin þrjú. Björgólfur Takefusa kom gestunum yfir eftir hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu en jöfnunarmark heimamanna kom í blálok uppbótartíma venjulegs leiktíma og þar var að verki gamli KR-ingurinn Tryggvi Sveinn Bjarnason. Það tók liðin annars smá tíma að finna taktinn á Stjörnuvelli í kvöld og framan af skapaðist mesta hættan úr föstum leikatriðum. Stjörnumönnum gekk illa að finna glufur á skipulögðum varnarleik KR-inga í fyrri hálfleik en gestirnir voru hins vegar hættulegir í skyndiupphlaupum með þá Óskar Örn Hauksson og Prince Rajcomar í aðalhlutverkum. Eftir um hálftíma leik barst boltinn inn fyrir vörn Stjörnunnar og þá var Óskar Örn strax mættur eins og hrægammur og hirti boltann og lék á Bjarna Þórð í Stjörnumarkinu, sem braut á honum og vítaspyrna réttilega dæmd. Björgólfur Takefusa fór á punktinn og skoraði af öryggi og það reyndist eina markið í hálfleiknum en KR-ingar voru líklegri til þess að bæta við marki en Stjörnumenn að jafna. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti ekki mikið fyrir augað og lítið um opin marktækifæri. Liðin spiluðu mikinn kraftabolta með endalausum háloftaspyrnum og kýlingum langt fram völlinn. KR-ingar virtust líka vera sáttir með sitt og þrátt fyrir að þeir hafi fallið ef til vill einum of aftarlega á völlinn var í raun fátt sem benti til þess að Stjörnumenn myndu skora. Það trylltist því allt á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Tryggvi sveinn, fyrrum varnarmaður KR, var réttur maður á réttum stað og náði að pota inn jöfnunarmarkinu af stuttu færi og þar við sat. Risastórt stig fyrir Stjörnumenn staðreynd miðað við hvernig leikurinn spilaðist en KR-ingar að vonum svekktir og eitt stig rýr uppskera í Garðabænum í kvöld.Tölfræðin:Stjarnan - KR 1-1 0-1 Björgólfur Takefusa (31.) 1-1 Tryggvi Sveinn Bjarnason (90.+5.) Stjörnuvöllur, áhorfendur 1.459 Dómari: Þóroddur Hjaltalín (4) Skot (á mark): 9-8 (4-3) Varin skot: Bjarni Þórður 2 - Stefán Logi 3 Horn: 7-5 Aukaspyrnur fengnar: 19-15 Rangstöður: 1-6Stjarnan (4-3-3) Bjarni Þórður Halldórsson 6 Guðni Rúnar Helgason 6 Daníel Laxdal 7 *Tryggvi Bjarnason 7 -Maður leiksins Hafsteinn Rúnar Helgason 3 (38., Jóhann Laxdal 5) Björn Pálsson 5 Birgir Hrafn Birgisson 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 (75., Magnús Björgvinsson -) Arnar Már Björgvinsson 3 (88., Richard Hurlin -) Halldór Orri Björnsson 5 Ellert Hreinsson 2KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 7 Jordao Diogo 6 *Óskar Örn Hauksson 7 (84., Atli Jóhannsson -) Jónas Guðni Sævarsson 6 Bjarni Guðjónsson 6 Baldur Sigurðsson 6 Prince Rajcomar 5 (75., Gunnar Örn Jónsson-) Björgólfur Takefusa 6 (84., Guðmundur Pétursso Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Stjörnunnar og KR í 10. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - KR . Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn