Hvað varð um Michael Ricketts? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2008 18:24 Fyrir fimm árum lék Ricketts í treyju númer níu í leik með enska landsliðinu. Síðast lék hann með Walsall í treyju númer 29. Nordic Photos / Getty Images (samsett mynd) Um aldamótin var talið að Michael Ricketts væri hinn næsti Alan Shearer. En þótt hann sé ekki orðinn þrítugur er hann löngu fallinn í gleymsku. Ricketts er fæddur í desember árið 1978 sem þýðir að hann er nýorðinn 29 ára gamall. Hápunktur ferils hans var þegar hann lék með enska landsliðinu í febrúar árið 2002. Í dag var hann leystur undan samningi sínum hjá enska C-deildarliðinu Oldham. Hann hefur síðustu mánuði leikið með því félagi þar sem hann hóf sinn feril - Walsall sem leikur einnig í ensku C-deildinni. Þar var hann í láni frá Oldham. Fyrr í dag bárust þær fregnir að Ricketts væri farinn aftur frá Walsall til Oldham. Fyrst hann er nú samningslaus liggur beinast við að hann muni semja við Walsall en það er þó alls ekki víst. En enn sem komið er hafa engar fregnir borist af því. Ricketts á við meiðsli að stríða þessa dagana og gæti því eitthvað þurft að bíða þar til Walsall eða eitthvað annað félag vilji semja við hann til lengri tíma. Sem fyrr segir eru ekki nema fimm stutt ár liðin frá því að Ricketts var valinn í enska landsliðið í fyrsta skiptið á ferlinum. Þá var hann 24 ára gamall og töldu flestir að um fyrsta landsleik af mörgum væri að ræða. Annað hefur komið á daginn og í raun ótrúleg staðreynd að í dag leysti Oldham, sem situr í 13. sæti ensku C-deildarinnar, hann undan samningi. Sem fyrr segir hóf hann atvinnumannaferil sinn hjá Walsall. Hann var sautján ára gamall þegar hann samdi við félagið og á næstu fjórum árum lék hann 90 deildarleiki fyrir félagið og skoraði í þeim fimmtán mörk. Sumarið 2000 keypti Chelsea Eið Smára Guðjohnsen af Bolton fyrir tæpar fimm milljónir punda. Sam Allardyce, þáverandi stjóri Bolton, ákvað að nota hluta upphæðarinnar til þess að klófesta Ricketts. Bolton lék þá í B-deildinni en Ricketts sló í gegn á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Hann skoraði 24 mörk í deildinni það tímabilið og Bolton vann sér sætið í ensku úrvalsdeildinni. Ricketts hélt áfram að skora í úrvalsdeildinni og áður en kom að landsleiknum í febrúar 2002 hafði hann skorað fimmtán mörk í deildinni. Hann lék í einn hálfleik í vináttulandsleik gegn Hollandi en náði ekki að skora. En þar með var hápunktinum náð. Honum sinnaðist við Allardyce og spilaði lítið eftir það með Bolton. Í janúar 2003 keypti Middlesbrough hann á þrjár milljónir punda. Þar náði hann sér aldrei á strik og skoraði aðeins fjögur mörk í 38 leikjum. En hjá Middlesbrough vann hann þó enska deildabikarinn eftir sigur á Bolton í úrslitaleik. Í júní 2004 fór hann án greiðslu til Leeds. Þar lék hann 25 deildarleiki en náði ekki að skora. Í janúar 2005 var hann lánaður til Stoke. Ellefu leikir og ekkert mark. Eftir það var hann lánaður til Cardiff og Burnley og sumarið 2006 fékk hann að fara frá Leeds án greiðslu. Hann samdi við Southend United til tveggja ára. Ricketts entist ekki í nema nokkra mánuði hjá Southend. Hann var leystur undan samningi sínum þar sem hann þótti of þungur. Forráðamönnum liðsins þótti ljóst að hann væri ekki með hugann við verkefnið þar sem hann hefði bætt á sig mörgum kílóum á þeim tíma sem hann lék með Southend. Hann kom aðeins við sögu í tveimur leikjum hjá Southend. Þaðan fór hann til Preston North End þar sem hann lék í sjö leiki með félaginu undir lok síðasta tímabils. Preston losaði hann svo við sig í maí í fyrra og aftur vegna þess að hann þótti ekki í nægilega góðu formi. En ástandið skánaði aðeins þegar að Oldham ákvað að semja við Ricketts nú í sumar til þriggja ára. Það kom því mörgum mjög á óvart þegar hann var lánaður til Walsall í nóvember síðastliðnum. Hann hafði spilað reglulega með Oldham í upphafi tímabilsins og skoraði meira að segja tvö mörk. Ein skýringin sem heyrst hefur er að hann hafi slegist við liðsfélaga sinn á æfingasvæði Oldham. Hjá Walsall náði hann að spila sextán leiki og skora í þeim fjögur mörk. En félaginu tókst ekki að ná samningum hvorki við hann eða Oldham í tæka tíð og nú er framtíð hans í lausu lofti. Þar að auki hefur Walsall nú fengið annan framherja til félagsins og því ólíklegt að starfskrafta Ricketts verði óskað þar aftur í bráð - en þó er aldrei að vita. Ricketts hefur leikið með tíu félögum á sínum tæplega tólf ára ferli. Þar af einu félaginu í tvö skipti. Á síðustu þremur árum hefur hann leikið með átta mismunandi félögum. Geri aðrir betur. Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Um aldamótin var talið að Michael Ricketts væri hinn næsti Alan Shearer. En þótt hann sé ekki orðinn þrítugur er hann löngu fallinn í gleymsku. Ricketts er fæddur í desember árið 1978 sem þýðir að hann er nýorðinn 29 ára gamall. Hápunktur ferils hans var þegar hann lék með enska landsliðinu í febrúar árið 2002. Í dag var hann leystur undan samningi sínum hjá enska C-deildarliðinu Oldham. Hann hefur síðustu mánuði leikið með því félagi þar sem hann hóf sinn feril - Walsall sem leikur einnig í ensku C-deildinni. Þar var hann í láni frá Oldham. Fyrr í dag bárust þær fregnir að Ricketts væri farinn aftur frá Walsall til Oldham. Fyrst hann er nú samningslaus liggur beinast við að hann muni semja við Walsall en það er þó alls ekki víst. En enn sem komið er hafa engar fregnir borist af því. Ricketts á við meiðsli að stríða þessa dagana og gæti því eitthvað þurft að bíða þar til Walsall eða eitthvað annað félag vilji semja við hann til lengri tíma. Sem fyrr segir eru ekki nema fimm stutt ár liðin frá því að Ricketts var valinn í enska landsliðið í fyrsta skiptið á ferlinum. Þá var hann 24 ára gamall og töldu flestir að um fyrsta landsleik af mörgum væri að ræða. Annað hefur komið á daginn og í raun ótrúleg staðreynd að í dag leysti Oldham, sem situr í 13. sæti ensku C-deildarinnar, hann undan samningi. Sem fyrr segir hóf hann atvinnumannaferil sinn hjá Walsall. Hann var sautján ára gamall þegar hann samdi við félagið og á næstu fjórum árum lék hann 90 deildarleiki fyrir félagið og skoraði í þeim fimmtán mörk. Sumarið 2000 keypti Chelsea Eið Smára Guðjohnsen af Bolton fyrir tæpar fimm milljónir punda. Sam Allardyce, þáverandi stjóri Bolton, ákvað að nota hluta upphæðarinnar til þess að klófesta Ricketts. Bolton lék þá í B-deildinni en Ricketts sló í gegn á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Hann skoraði 24 mörk í deildinni það tímabilið og Bolton vann sér sætið í ensku úrvalsdeildinni. Ricketts hélt áfram að skora í úrvalsdeildinni og áður en kom að landsleiknum í febrúar 2002 hafði hann skorað fimmtán mörk í deildinni. Hann lék í einn hálfleik í vináttulandsleik gegn Hollandi en náði ekki að skora. En þar með var hápunktinum náð. Honum sinnaðist við Allardyce og spilaði lítið eftir það með Bolton. Í janúar 2003 keypti Middlesbrough hann á þrjár milljónir punda. Þar náði hann sér aldrei á strik og skoraði aðeins fjögur mörk í 38 leikjum. En hjá Middlesbrough vann hann þó enska deildabikarinn eftir sigur á Bolton í úrslitaleik. Í júní 2004 fór hann án greiðslu til Leeds. Þar lék hann 25 deildarleiki en náði ekki að skora. Í janúar 2005 var hann lánaður til Stoke. Ellefu leikir og ekkert mark. Eftir það var hann lánaður til Cardiff og Burnley og sumarið 2006 fékk hann að fara frá Leeds án greiðslu. Hann samdi við Southend United til tveggja ára. Ricketts entist ekki í nema nokkra mánuði hjá Southend. Hann var leystur undan samningi sínum þar sem hann þótti of þungur. Forráðamönnum liðsins þótti ljóst að hann væri ekki með hugann við verkefnið þar sem hann hefði bætt á sig mörgum kílóum á þeim tíma sem hann lék með Southend. Hann kom aðeins við sögu í tveimur leikjum hjá Southend. Þaðan fór hann til Preston North End þar sem hann lék í sjö leiki með félaginu undir lok síðasta tímabils. Preston losaði hann svo við sig í maí í fyrra og aftur vegna þess að hann þótti ekki í nægilega góðu formi. En ástandið skánaði aðeins þegar að Oldham ákvað að semja við Ricketts nú í sumar til þriggja ára. Það kom því mörgum mjög á óvart þegar hann var lánaður til Walsall í nóvember síðastliðnum. Hann hafði spilað reglulega með Oldham í upphafi tímabilsins og skoraði meira að segja tvö mörk. Ein skýringin sem heyrst hefur er að hann hafi slegist við liðsfélaga sinn á æfingasvæði Oldham. Hjá Walsall náði hann að spila sextán leiki og skora í þeim fjögur mörk. En félaginu tókst ekki að ná samningum hvorki við hann eða Oldham í tæka tíð og nú er framtíð hans í lausu lofti. Þar að auki hefur Walsall nú fengið annan framherja til félagsins og því ólíklegt að starfskrafta Ricketts verði óskað þar aftur í bráð - en þó er aldrei að vita. Ricketts hefur leikið með tíu félögum á sínum tæplega tólf ára ferli. Þar af einu félaginu í tvö skipti. Á síðustu þremur árum hefur hann leikið með átta mismunandi félögum. Geri aðrir betur.
Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira