Enski boltinn

Aaron Lennon í U-21 árs liði Englendinga

Lennon hefur verið viðriðinn A-landsliðið síðan fyrir HM 2006
Lennon hefur verið viðriðinn A-landsliðið síðan fyrir HM 2006 NordicPhotos/GettyImages

Vængmaðurinn Aaron Lennon hjá Tottenham var í dag valinn í landsliðshóp Stuart Pearce hjá 21 árs landsliði Englands. Þetta kemur nokkuð á óvart og þýðir að Lennon verður ekki í hóp Fabio Capello hjá A-landsliðinu sem tilkynntur verður á eftir.

Pearce valdi hinsvegar ekki Aston Villa framherjann Gabriel Agbonlahor og það þykir benda til þess að hann hljóti náð fyrir augum Capello hjá A-liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×