Íslenski boltinn

Skiptar skoðanir um Guðjón

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA.
Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA.

Lesendur Vísis skiptast í nánast tvo nákvæmlega stóra hópa í afstöðu sinni gagnvart því hvort að Guðjón Þórðarson eigi að verða dæmdur í leikbann fyrir ummæli sín eftir leik Keflavíkur og ÍA.

Mikill fjöldi lesenda tók þátt í könnuninni þar sem spurt var hvort aganefnd KSÍ eigi að úrskurða Guðjón í leikbann vegna ummæla sinna. 50,6 prósent svöruðu spurningunni neitandi og 49,4 prósent játandi.

Guðjón sakaði Ólaf Ragnarsson, dómara leiksins, um að hafa beitt Stefán Þórðarson, leikmann ÍA, ofbeldi með því að gefa honum rauða spjaldið í leiknum. Einnig sagði hann að dómarar hefðu fundað sérstaklega um hvernig ætti að taka á ÍA og þá sérstaklega Stefáni.

Vísir fjallaði ítarlega um málið og má sjá þær fréttir hér að neðan.


Tengdar fréttir

Stefán Þór: Ég fór í boltann

Stefán Þór Þórðarson segir engan vafa leika á því að hann hafi farið í boltann þegar hann fékk síðara gula spjaldið sitt í leik ÍA og Keflavíkur í gær.

ÍA áfrýjaði rauða spjaldi Stefáns

ÍA hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem Stefán Þór Þórðarson fékk í leik Keflavíkur og ÍA á sunnudagskvöldið. Þetta staðfesti Gísli Gíslason, formaður meistaraflokksráðs karla hjá ÍA.

Átti Stefán spjöldin skilið? (myndband)

Stefán Þórðarson fékk tvívegis að líta gula spjaldið í leik Keflavíkur og ÍA í gær og þar með það rauða, Skagamönnum til mikillar gremju.

Guðjón stendur við ummæli sín

Guðjón Þórðarson sagði í samtali við Vísi að hann standi heilshugar við þau ummæli sem hann lét falla eftir leik Keflavíkur og ÍA í gær.

Skiptar skoðanir um brottvísun Stefáns

Mikill fjöldi lesenda Vísis tók þátt í könnun þar sem spurt var hvort að Stefán Þórðarson, leikmaður ÍA, átti skilið að fá rauða spjaldið í leik gegn Keflavík á sunnudagskvöldið.

Ólafur: Guðjón er að bulla

Ólafur Ragnarsson dómari segir ekkert hæft í ásökunum Guðjóns Þórðarsonar í sinn garð né heldur annarra dómara.

Guðjón: Þeirra er skömmin (myndband)

Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, var ómyrkur í máli gagnvart Ólafi Ragnarssyni dómara og forystumönnum KSÍ í viðtali við Stöð 2 Sport í gær.

Þrír leikmenn í eins leiks bann

Aganefnd KSÍ kom saman í kvöld og í kjölfar fundarins voru þrír leikmenn í Landsbankadeild karla dæmdir í eins leiks bann.

Þórir: Málið í aganefnd

Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, mun skjóta ummælum Guðjóns Þórðarsonar til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×