Innlent

Hótel Búðum hefur ekki verið lokað

Hótel Búðir.
Hótel Búðir.
Nauðsynlegt var að segja upp starfsfólki en Hótel Búðum hefur ekki verið lokað. Þetta segir í tilkynningu sem starfsfólk hótelsins sendi frá sér fyrr í dag vegna frétta af endurskipulagningu á rekstrinum. Vísir greindi frá því fyrir síðustu helgi að öllu starfsfólki Hótel Búða á Snæfellsnesi hefði verið sagt upp, en flestir muni vinna út uppsagnarfrestinn.

 

Byr sparisjóður hefur yfirtekið þriðjungs eignarhluta Hannesar Smárasonar í hótelinu en fjárfestingafélagið Saxhóll, sem líka er þirðjungs eigandi, er stór hluthafi í Byr. Sex auðmenn stóðu að rekstri Búða fram undir það síðasta en nú leita stærstu eigendurnir að nýjum rekstraraðila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×