Sport

Johnson vann á jafnvægisslá

Elvar Geir Magnússon skrifar
Shawn Johnson með þjálfara sínum.
Shawn Johnson með þjálfara sínum.
Bandaríkin unnu sín önnur gullverðlaun í fimleikakeppni Ólympíuleikanna þegar Shawn Johnson vann á jafnvægisslá í kvennaflokki í morgun. Með þessari grein lauk fimleikakeppninni í kvennaflokki.

Nastia Liukin sem keppir einnig fyrir Bandarík varð önnur og þriðja sætið tók Cheng Fey frá Kína. Johnson hafði unnið þrenn silfurverðlaun áður en hún tók gullið í morgun.

Kínverjar hafa ráðið lögum og lofum í fimleikakeppninni en Li Xiaopeng vann gullverðlaunin í æfingum á tvíslá karla í morgun. Þetta voru önnur gullverðlaun hans á leikunum. Þá vann Zou Kai sigur á svifrá og sá til þess að Kínverjar einokuðu gullverðlaunin í karlaflokki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×