Mál Reynis tekið fyrir hjá Blaðamannafélaginu 16. desember 2008 21:25 Arna Scram, formaður Blaðamannafélags Íslands. ,,Það hefur ekki tíðkast hjá Blaðmannafélaginu að víkja fólki úr félaginu og það verður ekki gert núna. Það breytir því ekki ég er mjög ósátt við það að Reynir Traustason skuli sem ritstjóri DV láta undan hótunum aðila út í bæ með því að stöðva frétt," sagði Arna Scram, formaður Blaðamannafélags Íslands, í samtali við Vísi. Mál Reynis verður tekið fyrir hjá stjórn Blaðamannafélagsins. Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, sagði í kvöld að Blaðamannafélagið ætti að reka Reyni úr félaginu meðal annars vegna þeirra ummæla sem hann viðhafði um nafntogaða einstaklinga á upptöku sem birt var í Kastljósi í gær. Kastljós birti upptöku af samtali Reynis og Jóns Bjarka Magnússonar, fyrrum blaðamanns DV, um hvers vegna frétt Jóns hafi ekki verið birt í blaðinu. Reynir segir í upptökunni að stórir aðilar hafi komið í veg fyrir birtingu fréttarinnar í krafti fjármagns. Fyrr í kvöld sendi Reynir frá sér yfirlýsingu þar sem hann meðal annars biðst afsökunar. ,,Reynir biður einhverja ótilgreinda aðila út í bæ afsökunar í yfirlýsingu í dag." Honum væri nær að biðja blaðmanninn líka afsökunar, að mati Örnu. ,,Skyldur blaðamanna og ritstjóra eru fyrst og síðast við lesendur. Ritstjórnarvaldið er hjá fjölmiðlunum sjálfum en ekki út í bæ. Ritstjórar eiga að standa í lappirnar gagnvart utankomandi þrýstingi," sagði Arna. Aðspurð sagði Arna að málið verði tekið fyrir á vettvangi stjórnar Blaðmannafélagins. Ekki hafi þó verið tekin ákvörun hvenær það verður. Tengdar fréttir Agnes vill að Reynir verði rekinn úr Blaðamannafélaginu Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, sagði í þættinum Íslandi í dag í kvöld að Blaðamannafélag Íslands ætti að reka Reyni Traustason, ritstjóra DV, úr félaginu meðal annars vegna þeirra ummæla sem hann viðhafði um nafntogaða einstaklinga á upptöku sem birt var í Kastljósi í gær. 16. desember 2008 19:21 Reynir biðst afsökunar - Nýtur stuðnings stjórnar Birtíngs Reynir Traustason, ritstjóri DV, biðst afsökunar á fyrstu viðbrögðum sínum vegna yfirlýsingar Jóns Bjarka Magnússonar, fyrrum blaðamanns DV, í gær. 16. desember 2008 19:01 Blaðamaður DV segir upp störfum - Reynir situr áfram Einn af blaðamönnum DV sagði upp störfum í dag eftir að Reynir Traustason, ritstjóri blaðsins, varð uppvís að því að því að vera tvísaga. Ritstjórinn segir það ekki koma til álita að segja starfi sínu lausu. 16. desember 2008 18:39 Björgólfur ber af sér sakir í DV máli Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans segist ekki hafa haft nein afskipti af því að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi ákveðið að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans í blaðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Björgólfur sendi frá sér fyrir stundu. 16. desember 2008 13:37 Blaðamenn Dv funda án ritstjóra Blaðamenn DV funda nú vegna máls ritstjóra blaðsins og Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns. Þar ræða blaðamenn stöðuna sem upp er komin en ritstjórum blaðsins var ekki boðið á fundinn. 16. desember 2008 12:08 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
,,Það hefur ekki tíðkast hjá Blaðmannafélaginu að víkja fólki úr félaginu og það verður ekki gert núna. Það breytir því ekki ég er mjög ósátt við það að Reynir Traustason skuli sem ritstjóri DV láta undan hótunum aðila út í bæ með því að stöðva frétt," sagði Arna Scram, formaður Blaðamannafélags Íslands, í samtali við Vísi. Mál Reynis verður tekið fyrir hjá stjórn Blaðamannafélagsins. Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, sagði í kvöld að Blaðamannafélagið ætti að reka Reyni úr félaginu meðal annars vegna þeirra ummæla sem hann viðhafði um nafntogaða einstaklinga á upptöku sem birt var í Kastljósi í gær. Kastljós birti upptöku af samtali Reynis og Jóns Bjarka Magnússonar, fyrrum blaðamanns DV, um hvers vegna frétt Jóns hafi ekki verið birt í blaðinu. Reynir segir í upptökunni að stórir aðilar hafi komið í veg fyrir birtingu fréttarinnar í krafti fjármagns. Fyrr í kvöld sendi Reynir frá sér yfirlýsingu þar sem hann meðal annars biðst afsökunar. ,,Reynir biður einhverja ótilgreinda aðila út í bæ afsökunar í yfirlýsingu í dag." Honum væri nær að biðja blaðmanninn líka afsökunar, að mati Örnu. ,,Skyldur blaðamanna og ritstjóra eru fyrst og síðast við lesendur. Ritstjórnarvaldið er hjá fjölmiðlunum sjálfum en ekki út í bæ. Ritstjórar eiga að standa í lappirnar gagnvart utankomandi þrýstingi," sagði Arna. Aðspurð sagði Arna að málið verði tekið fyrir á vettvangi stjórnar Blaðmannafélagins. Ekki hafi þó verið tekin ákvörun hvenær það verður.
Tengdar fréttir Agnes vill að Reynir verði rekinn úr Blaðamannafélaginu Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, sagði í þættinum Íslandi í dag í kvöld að Blaðamannafélag Íslands ætti að reka Reyni Traustason, ritstjóra DV, úr félaginu meðal annars vegna þeirra ummæla sem hann viðhafði um nafntogaða einstaklinga á upptöku sem birt var í Kastljósi í gær. 16. desember 2008 19:21 Reynir biðst afsökunar - Nýtur stuðnings stjórnar Birtíngs Reynir Traustason, ritstjóri DV, biðst afsökunar á fyrstu viðbrögðum sínum vegna yfirlýsingar Jóns Bjarka Magnússonar, fyrrum blaðamanns DV, í gær. 16. desember 2008 19:01 Blaðamaður DV segir upp störfum - Reynir situr áfram Einn af blaðamönnum DV sagði upp störfum í dag eftir að Reynir Traustason, ritstjóri blaðsins, varð uppvís að því að því að vera tvísaga. Ritstjórinn segir það ekki koma til álita að segja starfi sínu lausu. 16. desember 2008 18:39 Björgólfur ber af sér sakir í DV máli Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans segist ekki hafa haft nein afskipti af því að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi ákveðið að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans í blaðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Björgólfur sendi frá sér fyrir stundu. 16. desember 2008 13:37 Blaðamenn Dv funda án ritstjóra Blaðamenn DV funda nú vegna máls ritstjóra blaðsins og Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns. Þar ræða blaðamenn stöðuna sem upp er komin en ritstjórum blaðsins var ekki boðið á fundinn. 16. desember 2008 12:08 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Agnes vill að Reynir verði rekinn úr Blaðamannafélaginu Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, sagði í þættinum Íslandi í dag í kvöld að Blaðamannafélag Íslands ætti að reka Reyni Traustason, ritstjóra DV, úr félaginu meðal annars vegna þeirra ummæla sem hann viðhafði um nafntogaða einstaklinga á upptöku sem birt var í Kastljósi í gær. 16. desember 2008 19:21
Reynir biðst afsökunar - Nýtur stuðnings stjórnar Birtíngs Reynir Traustason, ritstjóri DV, biðst afsökunar á fyrstu viðbrögðum sínum vegna yfirlýsingar Jóns Bjarka Magnússonar, fyrrum blaðamanns DV, í gær. 16. desember 2008 19:01
Blaðamaður DV segir upp störfum - Reynir situr áfram Einn af blaðamönnum DV sagði upp störfum í dag eftir að Reynir Traustason, ritstjóri blaðsins, varð uppvís að því að því að vera tvísaga. Ritstjórinn segir það ekki koma til álita að segja starfi sínu lausu. 16. desember 2008 18:39
Björgólfur ber af sér sakir í DV máli Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans segist ekki hafa haft nein afskipti af því að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi ákveðið að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans í blaðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Björgólfur sendi frá sér fyrir stundu. 16. desember 2008 13:37
Blaðamenn Dv funda án ritstjóra Blaðamenn DV funda nú vegna máls ritstjóra blaðsins og Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns. Þar ræða blaðamenn stöðuna sem upp er komin en ritstjórum blaðsins var ekki boðið á fundinn. 16. desember 2008 12:08
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?