Enski boltinn

Coppell er heimskur

Emerse Fae er ósáttur við Steve Coppell
Emerse Fae er ósáttur við Steve Coppell NordcPhotos/GettyImages

Emerse Fae, leikmaður Reading, vandar knattspyrnustjóra sínum Steve Coppell ekki kveðjurnar eftir að stjórinn setti hann og Ibrahima Sonko út úr liðinu fyrir tvo síðustu leikina í botnbaráttunni.

Coppell setti þá félaga í bann eftir að þeir neituðu að spila með varaliði félagsins á mánudaginn síðasta. Talið er að leikmennirnir hafi neitað að spila með varaliðinu af ótta við að meiðsli gætu skemmt fyrir þeim að vinna sér sæti í landsliðum sínum.

Coppell vill hinsvegar ekki sjá menn í liði sínu sem hugsa fyrst og fremst um sjálfa sig, en Fae er ekki sammála.

"Það er ekki sérlega sniðugt að setja sína eigin leikmenn í bann - það er heimskulegt," sagði Fae í samtali við Sun.

"Þetta er allt of ströng refsing og það nær ekki nokkurri átt að setja tvo leikmenn í bann þegar liðið er í fallbaráttu. Ég neitaði að spila fyrir varaliðið og þeir sögðu að þá væri best að hittast á þriðjudeginum og ræða málin. Þá fæ ég barra bréf þar sem mér er tjáð að búið sé að reka mig úr liðinu. Þeir hafa ekki kjark til að ræða við mann augliti til auglitis," sagði Fae.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×