Innlent

Lundaveiðin framlengd til 15. ágúst

Bjargveiðifélag Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að framlengja lundaveiðitímann til fimmtánda ágúst,en til stóð að veiðitímabilinu lyki um mánaðamótin.

Í samþykktinni segir að í ljósi þess að lang flestir veiðimenn hafi gætt hófs í veiðum sínum auk þess sem meira æti sé í sjónum umhverfis eyjarnar enn undanfarin ár, sé óhætt að veiða lengur en til stóð.

Veiðarnar hófust síðar en vant er og hafa ekki verið stundaðar af sama kappi og áður, til að vægja stofninum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×