Fótbolti

Beckham skoraði tvö fyrir LA Galaxy

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham, leikmaður LA Galaxy.
David Beckham, leikmaður LA Galaxy. Nordic Photos / Getty Images
David Beckham skoraði tvö mörk á fjórum mínútum fyrir LA Galaxy gegn Real Salt Lake í MLS-deildinni í nótt. Galaxy var 2-0 undir en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Bæði mörkin komu eftir langskot og voru sérstaklega glæsilega. Það fyrra eftir að boltinn var lagður fyrir Beckham langt utan vítateigs og skaut hann háu skoti efst í markhornið fjær sem markvörður Salt Lake átti ekki möguleika á að verja.

Seinna markið kom beint úr aukaspyrnu að hætti Beckham.

Galaxy fékk betri tækifæri til að að skora sigurmarkið í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×