Innlent

Skýrslur teknar af ungmennum - Fimm af gjörgæsludeild

Vinnuskúrinn í Grundargerði eftir gassprenginguna gær.
Vinnuskúrinn í Grundargerði eftir gassprenginguna gær. MYND/Gestur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur rætt við nokkur þeirra ungmenna sem slösuðust illa í gassprengingunni í vinnuskúr í Grundargerði í gærkvöldi og tekið af þeim skýrslu. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir lögreglan hafi rætt við þá sem hafi treyst sér til þess í dag.

Fimm af sex ungmennum sem brenndust í gassprengingunni voru í dag útskrifuð af gjörgæsludeild Landspítalans en þau munu þó áfram liggja á öðrum deildum. Eitt ungmenni verður áfram á gjörgæsludeild spítalans til eftirlits.




Tengdar fréttir

Heyrði hrikaleg hljóð og sá blóðuga unglinga

Áslaug Þóra Harðardóttir, íbúi í Grundargerði, þar sem eldur kveiknaði út frá gasi í skúr í kvöld sagði í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins að hún hafi heyrt mikla sprengingu og talið að um jarðskjálfta hafi verið að ræða. Fljótlega hafi hún áttað sig á því að svo væri ekki því hún heyrði mikil hróp og hrikaleg hljóð. Í framhaldinu hafi blóðug ungmenni flúið frá slysstaðnum. Sjálf hafi hún aðstoðað brennda stúlku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×