Enski boltinn

Simon Grayson tekur við Leeds

Simon Grayson
Simon Grayson NordicPhotos/GettyImages

Leeds United hefur gengið frá ráðningu Simon Grayson í stöðu knattspyrnustjóra félagsins. Hann tekur við af Gary McAllister sem rekinn var á sunnudaginn eftir 11 mánuði í starfi.

Fimm töp í röð þýddu að McAllister var látinn fara en liðið féll m.a. út úr enska bikarnum fyrir utandeildarliðinu Histon og var að dragast aftur úr í baráttunni um sæti í umspili í ensku C-deildinni.

Flestir ætluðu Leeds að vinna sér strax sæti í B-deildinni á ný en gengi liðsins hefur valdið vonbrigðum í vetur.

Nú vona forráðamenn Leeds að hinn 39 ára gamli Grayson geti snúið gengi liðsins við, en hann var áður spilandi þjálfari Blackpool í sex ár með ágætum árangri.

Grayson verður þriðji maðurinn til að taka við Leeds á einu og hálfu ári, en það var Dennis Wise sem sat í heitum stjórastólnum hjá félaginu á undan Gary McAllister.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×