Enski boltinn

Hughes nýtur stuðnings hjá City

AFP

Mark Hughes knattspyrnustjóri Manchester City nýtur stuðnings stjórnar félagsins þrátt fyrir afleitt gengi liðsins í síðustu leikjum. Þetta segir Paul Aldridge framkvæmdastjóri City.

City hefur aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum og er skyndilega komið nálægt fallsvæðinu í deildinni. Nokkuð hefur verið talað um að Hughes ætti á hættu að missa vinnuna, en svo er ekki ef marka má orð Aldridge.

"Auðvitað er enginn sáttur við stöðu mála í dag en eigendur liðsins vita að Róm var ekki byggð á einum degi og að það muni taka Mark tíma að byggja hér upp lið. Hann nýtur stuðnings eigenda og stjórnarformannsins," sagði Aldridge í samtali við Daily Telegraph.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×