Enski boltinn

Hoddle hafnaði Southampton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Glenn Hoddle.
Glenn Hoddle. Nordic Photos / Getty Images
Glenn Hoddle, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, hefur sagt frá því að hann hafnaði tilboði frá Southampton og að þjálfaraferli hans gæti verið lokið.

Hoddle stýrði einnig Chelsea og Tottenham en var auk þess eitt sinn knattspyrnustjóri Southampton.

Hann sagði að sex eða sjö félög og knattspyrnusambönd hefðu nálgast hann með það fyrir augum að bjóða honum starf. Hoddle hafnaði því þar sem hann sinnir nú verkefni sem hófst fyrir átján mánuðum síðan og sinnir ungum knattspyrnumönnum sem urðu útundan hjá sínum félögum.

„Þetta er það sem ég vil gera núna," sagði hann. „Mér finnst þetta verðugt verkefni og langar að fylgja því til enda."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×