Íslenski boltinn

Skiljo farinn heim

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ivica Skiljo er farinn frá Keflavík.
Ivica Skiljo er farinn frá Keflavík. Mynd/Heimasíða Keflavíkur

Ivica Skiljo hefur komist að samkomulagi um starfslok við knattspyrnudeild Keflavíkur og hefur hann haldið heim á leið til Svíþjóðar.

Á heimasíðu Keflavíkur segir að Skiljo hafi þurft að fara heim af persónulegum ástæðum. Honum er óskað alls hins besta í framtíðinni.

Skiljo gekk til liðs við Keflavík í desember síðastliðnum og fór meðal annars í æfingaferð til Tyrklands í vetur. Hann er varnarmaður og var fyrst og fremst hugsaður sem miðvörður í liði Keflavíkur.

Hann er uppalinn hjá Kortedala IF í Gautaborg en hefur bæði leikið í efstu og næstefstu deild í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×