Enski boltinn

Wenger ánægður með vörnina

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.

Arsene Wenger var ánægður eftir 2-0 sigur Arsenal á Blackburn í kvöld. „Við erum stoltir af því að vera á þeim stað sem við erum," sagði Wenger en Arsenal er komið með fimm stiga forskot í deildinni.

„Byrjun okkar í leiknum var frábær. Fyrstu tuttugu mínúturnar vorum við óstöðvandi. Svo minnkuðum við aðeins hraðann og Blackburn komst inn í leikinn. Þeir fengu hinsvegar fá færi því varnarleikurinn var góðu," sagði Wenger.

„Það eru enn tólf leikir eftir og langur vegur framunda. Við sjáum það á úrslitunum hve jöfn þessi deild er. Við höfum mikla sigurþrá og það fleytir okkur langt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×