Enski boltinn

West Ham áfrýjar brottvísun Bowyer

Clattenburg búinn að reka Bowyer í sturtu.
Clattenburg búinn að reka Bowyer í sturtu.

West Ham hefur ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu sem Lee Bowyer fékk um helgina. Mark Clattenburg rak Bowyer af velli fyrir tæklingu sem hann taldi hafa verið tveggja fóta.

Atvikið átti sér stað í 1-1 leiknum gegn Birmingham á laugardag. „Við viljum að dómarinn skoði þetta atvik aftur. Vonandi verður spjaldið dregið til baka," sagði Alan Curbishley, stjóri West Ham.

Málið verður tekið fyrir á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×