Enski boltinn

Neville er ekki að fara að hætta

Elvar Geir Magnússo skrifar
Gary Neville, fyrirliði United.
Gary Neville, fyrirliði United.

Gary Neville hefur blásið á þær kjaftasögur að hann væri að íhuga að leggja skóna á hilluna. Neville hefur ekki leikið með aðalliði Manchester United síðan í mars á síðasta ári vegna meiðsla.

„Þessar sögur koma mér ekkert á óvart vegna þess að ég hef verið frá svo lengi. En ég er farinn að æfa aftur og er ákveðinn í því að verða klár í slaginn á ný," sagði Neville.

Endurkoma Neville hefur frestast margoft. „Ég er hættur að setja stefnuna á einhvern sérstakan dag. Ég bara einbeiti mér að því að koma mér í stand á ný," sagði Neville sem hefur verið að glíma við ökklameiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×