Enski boltinn

Man Utd og Arsenal mætast í enska bikarnum

NordicPhotos/GettyImages

Nú rétt í þessu var dregið í 16-liða úrslit enska bikarsins í knattspyrnu. Stórleikur umferðarinnar verður viðureign Manchester United og Arsenal á Old Trafford.

Liverpool og Chelsea voru öllu heppnari með andstæðinga í næstu umferð en Liverpool fær heimaleik á móti Barnsley og Chelsea fær heimaleik gegn Huddersfield.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið lentu saman í fimmtu umferðinni, en leikirnir fara fram 16. og 17. febrúar.

Bristol Rovers v Southampton

Cardiff City v Wolves

Sheffield United v Middlesbrough

Liverpool v Barnsley

Manchester United v Arsenal

Preston v Portsmouth

Coventry City v West Brom

Chelsea v Huddersfield Town




Fleiri fréttir

Sjá meira


×