Fótbolti

Vináttuleikir í kvöld: Gomis minnti rækilega á sig

Gomis skoraði tvívegis fyrir Frakka í kvöld
Gomis skoraði tvívegis fyrir Frakka í kvöld AFP

Framherjinn Bafetimbi Gomis stal senunni í kvöld þegar Frakkar unnu 2-0 sigur á Ekvadorum í vináttulandsleik. Gomis kom inn sem varamaður í hálfleik og skoraði bæði mörk Frakka.

Gomis er 23 ára gamall framherji hjá St. Etienne í Frakklandi, en kemur upphaflega frá Senegal. Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakka, olli miklu fjaðrafoki á dögunum þegar hann ákvað að velja Gomis í landsliðshóp Frakka fyrir EM í sumar í stað hins reynda David Trezeguet hjá Juventus.

Þá má nefna að Þjóðverjar og Hvít-Rússar gerðu 2-2 jafntefli, Tékkar lögðu Litháa 2-0 þar sem Jan Koller skoraði bæði mörk Tékka, Pólverjar lögðu Albani 1-0 og Austurríkismenn og Nígeríumenn skildu jafnir 1-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×