Enski boltinn

Benitez klippti saman bestu tilþrif Drogba

Drogba er leiðinlega iðinn við dýfurnar
Drogba er leiðinlega iðinn við dýfurnar NordcPhotos/GettyImages

Rafa Benitez hefur talsverðar áhyggjur af Didier Drogba fyrir síðari leik Liverpool og Chelsea í Meistaradeildinni, en ekki bara því að hann eigi eftir að skora mörk. Benitez hefur þannig tekið saman sérstakt myndband með leikrænum tilþrifum Fílstrendingsins og ætar að sýna varnarmönnum sínum afraksturinn.

Þeir Benitez og Drogba komu inn í ensku úrvalsdeildina á svipuðum tíma árið 2004 og Benitez hefur látið taka saman myndband með "tilþrifum" Drogba sem hann ætlar að sýna þeim Martin Skrtel og Jamie Carragher.

"Það er mikilvægt að hafa góðan dómara þegar maður spilar á móti Drogba. Ég er búinn að taka saman spólu með honum úr öllum 19 leikjunum sem við höfum spilað gegn honum. Hann kemur manni enn á óvart og tilþrif hans eru mögnuð. Varnarmenn mínir tóku vel á honum í síðasta leik en því miður var dómarinn að dæma honum talsvert af aukaspyrnum - ég vildi óska að Fernando Torres fengi allar þessar aukaspyrnur," sagði Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×