Enski boltinn

Mikill hasar á Goodison Park

Norski markahrókurinn John Carew fagnar jöfnunarmarki sínu
Norski markahrókurinn John Carew fagnar jöfnunarmarki sínu NordcPhotos/GettyImages

Mikill hasar var á lokamínútunum í leik Everton og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. Svo fór að liðin skildu jöfn 2-2 í hörkuleik.

Heimamenn í Everton komust tvisvar yfir í leiknum en Villa náði að jafna og heldur því enn í vonina um að ná fimmta sætinu í deildinni.

Það var Phil Neville sem náði forystunni fyrir Everton í síðari hálfleik en Gabriel Agbonlahor skoraði eftir hornspyrnu og jafnaði fyrir Villa á 80. mínútu og var það fyrsta markið af þremur á aðeins sex mínútna kafla í lokin.

Joseph Yobo virtist hafa tryggt Everton sigur þegar hann skoraði yfir laglega fyrirgjöf frá Lee Carsley, en Norðmaðurinn John Carew tryggði Villa stig með sínu 13. marki á leiktíðinni.

Munurinn á liðunum er því þrjú stig í töflunni og eiga tvo leiki eftir, en Everton er í fimmta sætinu sem stendur. Villa er þó með öllu betri markatölu.

Úrslit leiksins þýddu að Liverpool er öruggt með fjórða sætið í deildinni sem gefur sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×