Sport

Ásdís: Árangurinn ekki lýsandi fyrir mig - Myndir

Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar
Ásdís í spjótkastkeppninni í Peking.
Ásdís í spjótkastkeppninni í Peking. Mynd/Vilhelm

„Ég var að hugsa um að gera ógilt líka í þriðja kastinu. Var að spá í hvort það væri ekki skárra að vera með lélegan árangur en engan. Ég sá nú eftir því að hafa ekki gert ógilt þegar ég sá töluna á skjánum," sagði spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir nokkuð létt eftir spjótkastkeppnina í nótt. Hún kastaði 48,59 metra en gerði viljandi ógilt í fyrst tveim köstunum sem voru í kringum 45 metra.

Ásdís á best 59,80 metra en hún mætti til leiks í nótt meidd á olnboga og það háði henni eðlilega mikið.

„Þessi árangur er engan veginn lýsandi fyrir mina getu. Ég hef ekkert getað æft eins og ég vildi og var svo ekkert að hitta á það. Ég var í bætingarformi þegar ég meiðist og ef ég hefði gert aðeins betur hér hefði ég komist í úrslit. Það er pínu svekkjandi."

Ásdís varð í 24. sæti af 27 keppendum í sínum riðli.

Vilhelm Gunnarsson
Vilhelm Gunnarsson
Vilhelm Gunnarsson
Vilhelm Gunnarsson
Vilhelm Gunnarsson

Tengdar fréttir

Ásdís úr leik í Peking

Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að sýna sínar bestu hliðar í spjótkastkeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Peking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×