Sport

Ásdís úr leik í Peking

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir og Bergur Ingi Pétursson í Ólympíuþorpinu.
Ásdís Hjálmsdóttir og Bergur Ingi Pétursson í Ólympíuþorpinu. Mynd/Vilhelm

Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að sýna sínar bestu hliðar í spjótkastkeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Peking.

Hún keppti í síðari undanriðlinum í keppninni og gerði ógilt í fyrstu tveimur köstunum sínum. Síðasta kastið hennar mældist 48,59 metrar sem er talsvert frá Íslandsmeti hennar í greininni, 59,80 m.

Hún náði ekki að tryggja sér sæti í úrslitunum.

Ásdís meiddist á olnboga í æfingabúðum í Japan fyrir Ólympíuleikana og má ætla að þau meiðsli hafi sett strik í reikninginn hjá henni nú í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×