Enski boltinn

Rooney framtíðarfyrirliði

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rooney skokkar með samherjum sínum í Manchester United á landsliðsæfingu.
Rooney skokkar með samherjum sínum í Manchester United á landsliðsæfingu.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að Wayne Rooney sé framtíðarfyrirliði landsliðsins. Hann þurfi þó að fá aðeins meiri tíma til að þroskast.

„Wayne Rooney er ungur en ég trúi því að einn daginn verði hann fyrirliði Englands. Hann er leiðtogi og góð fyrirmynd á vellinum. Við verðum að gefa honum meiri tíma til að þroskast frekar," sagði Capello.

Capello mun halda áfram að skipta fyrirliðabandinu milli leikmanna áður en hann ákveður fastan fyrirliða enska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×