Enski boltinn

Diouf á förum í janúar?

Elvar Geir Magnússon skrifar
El-Hadji Diouf.
El-Hadji Diouf.

Ricky Sbragia, bráðabirgðastjóri Sunderland, viðurkennir að El-Hadji Diouf gæti yfirgefið liðið í janúar. Diouf kom til Sunderland í sumar en hefur alls ekki náð sér á strik.

Talið er að Sam Allardyce hafi áhuga á að fá Diouf til Blackburn en þeir tveir þekkjast vel frá Bolton. „Ef hann vill fara þá er ekki mikið sem ég get gert," sagði Sbragia en Sunderland mætir einmitt Blackburn á öðrum degi jóla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×