Innlent

Ekki stendur til að endurskoða launahækkun ráðamanna

Alþingismenn, ráðherrar og aðrir opinberir embættismenn fengu ríflega launahækkun aðeins mánuði áður en bankarnir hrundu. Ekki stendur til að endurskoða þá hækkun.

Kjararáð ákvað að í lok ágúst að hækka laun þeirra sem undir ráðið heyra um rétt rúmar 20 þúsund krónur. Hækkunin var afturvirk um fjóra mánuði og því fengu þeir eingreiðslu upp á rúmar 80 þúsund krónur.

Í ákvörðun Kjararáðs er meðal annars vísað til samninga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins - sem gerðir voru í byrjun árs - en þar var áhersla lögð á að bæta lægstu laun á vinnumarkaði.

Þannig hækkaði þingfararkaup úr fimmhundruð fjörtíu og tvö þúsund krónum í 562 þúsund.

Laun ráðherra hækkuðu úr níu hundruð sjötíu og tvö þúsund krónum í níu hundruð nítíu og tvö þúsund.

Laun forseta Ísland hækkuðu úr einni milljón átta hundruð og sjö þúsund krónum í eina milljón áttahundruð tuttug og sjö þúsund krónur.

Á síðustu vikum hafa um eitt þúsund og fjögur hundruð manns misst vinnuna. Seðlabankinn spáir því að atvinnulausum muni fjölga hratt á næstu mánuðum og að atvinnuleysi verði orðið um tíu prósent í lok næsta árs.

Mörg fyrirtæki hafa einnig boðað launalækkanir til að takast á við yfirstandandi efnhagsþrengingar.

Í lögum um kjararáð segir að ætíð skuli taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði.

Guðrún Zoöega, formaður Kjararáðs, sagði - í samtali við fréttastofu - að ekki standi þó til að endurskoða ákvörðun ráðsins frá því í ágúst - að minnsta kosti ekki eins og sakir standa.

Þannig á meðan almenningur í landinu þarf að búa við atvinnumissi og launalækkanir fá æðstu starfsmenn ríkissins sannkallaðan kreppubónus.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×