Enski boltinn

Markalaust á Old Trafford í hálfleik

NordcPhotos/GettyImages

Fyrri hálfleiknum í risaslag Manchester United og Arsenal er lokið og ekkert mark hefur litið dagsins ljós enn sem komið er. Þó hefur ekki vantað marktækifærin í leikinn, en Jens Lehmann hefur varið vel í marki Arsenal eftir að hafa endurheimt sæti sitt.

Emmanuel Adebayor hefur fengi sinn skerf af færum á hinum enda vallarins en hefur ekki fundið fjölina sína enn sem komið er - ekki frekar en Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney hjá Manchester United.

Annars hefur lið Arsenal mætt mjög ákveðið til leiks á Old Trafford, enda er mikið í húfi hjá liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×