Enski boltinn

Ferguson sendir Real Madrid kaldar kveðjur

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United tjáði sig í dag um nýjasta útspil Real Madrid í Ronaldo málinu endalausa.

Orðrómur um að Real Madrid sé á höttunum eftir portúgalska landsliðsmanninum hefur enn á ný fengið byr undir báða vængi og Ferguson vandaði spænska félaginu ekki kveðjurnar í dag.

"Haldið þið að ég myndi ganga að samningaborðinu með þessum lýð? Ekki möguleiki. Ég myndi ekki selja þeim svo mikið sem vírus," sagði Ferguson. "Það liggur nákvæmlega ekkert samkomulag fyrir milli félaganna," sagði Skotinn.

"Ég sagði við David Gill framkvæmdastjóra að honum væri hollast að búa sig undir að orðrómurinn færi aftur af stað í janúar. Við verðum bara að reyna að leiða þetta hjá okkur, enda eru mikilvægir leikir fram undan."




Tengdar fréttir

United neitar sögum um Ronaldo

Manchester United þarf reglulega að neita fréttum varðandi Cristiano Ronaldo. Nú hefur félagið neitað þeim sögusögnum að félagið hafi samið við Real Madrid um að leikmaðurinn fari til Spánar næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×