Lífið

James Blunt vissi ekkert um afdrif bangsa

Söngvarinn og hermaðurinn fyrrverandi James Blunt hefur lítið vit á íslenskri tónlist, en ein af fyrstu plötunum sem hann eignaðist var þó með Björk. Hann hafði ekki fyrr en í dag heyrt um sviplegt fráfall ísbjarnarins fyrir norðan, og segir raunar að hann hefði ekki verið stórræðanna hefði hann hitt hann sjálfur. Þetta er meðal þess sem hann sagði Svanhildi Hólm í viðtali sem birtist í Íslandi í dag í kvöld.

Blunt lofar hörkustuði á tónleikum sínum í kvöld, enda verði bæði berir menn, kjúklingar og dvergar á sviðinu. Sannleiksgildi þess verður látið liggja á milli hluta, en að minnsta kosti er vitað að söngvarinn stígur á svið ásamt fimm manna hljómsveit sinni í Laugardalshöllinni klukkan átta í kvöld.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.