Baltasar gerir mynd í Kanada 25. nóvember 2008 06:00 Í nógu að snúast Baltsar Kormákur getur ekki kvartað undan verkefnaskorti. Næsta verkefni Baltasars verður að öllum líkindum að hefja kanadíska kvikmyndagerð til vegs og virðingar á nýjan leik. „Ég veit ekki hvort þetta verður næsta kvikmyndin mín. Ef öll plön ganga upp þá verður hún það. Ef ekki þá hef ég alltaf Grafarþögn og svo víkingamyndina,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri og margfaldur Eddu-verðlaunahafi. Frá því er greint í kvikmyndabiblíunni Variety að kanadíska kvikmyndafyrirtækið Whisbang hafi tryggt sér starfskrafta Baltasars og muni framleiða næstu kvikmynd hans, The Bird Artist. Kvikmyndin er byggð á verðlaunabók Howard Newman og er dramatísk ástarsaga sem gerist á Nýfundnalandi árið 1911. „Reyndar er ég að skoða möguleikana á því að taka hana upp hér á landi en við verðum bara að sjá hvernig efnahagsumhverfið fer með okkur.“ Kanadísk kvikmyndagerð hugsar sér nú til hreyfings og hyggst nema ný lönd. Fram kemur í Variety að kanadískar kvikmyndir þyki fremur þunglyndislegar og þrúgandi þar sem sérkennileg kynhneigð eða eiturlyfjaneysla sé oftast í forgrunni. Nú eigi hins vegar að blása í herlúðra og reyna að búa til „alþýðlegar“ kvikmyndir sem skili einhverjum aurum aftur í kassann. Telefilm, kanadíski kvikmyndasjóðurinn, hefur því ákveðið að veita þremur framleiðslufyrirtækjum aukafjármagn til að gera áhorfsvænni kvikmyndir og er Whisbang eitt þeirra. Íslenski leikstjórinn gat ekki upplýst um neina leikara enda hefðu þeir ekki verið ráðnir. Vonir stæðu síðan til að tökur hæfust snemma á næsta ári. Baltasar þarf hins vegar ekkert að kvíða verkefnaskorti því að eigin sögn þá hrúgast handritin inn á borð til hans. Ekki hefur skemmt fyrir að fjallað var um sigur Brúðgumans á Eddu-verðlaununum í flestum helstu kvikmyndatímaritum. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Ég veit ekki hvort þetta verður næsta kvikmyndin mín. Ef öll plön ganga upp þá verður hún það. Ef ekki þá hef ég alltaf Grafarþögn og svo víkingamyndina,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri og margfaldur Eddu-verðlaunahafi. Frá því er greint í kvikmyndabiblíunni Variety að kanadíska kvikmyndafyrirtækið Whisbang hafi tryggt sér starfskrafta Baltasars og muni framleiða næstu kvikmynd hans, The Bird Artist. Kvikmyndin er byggð á verðlaunabók Howard Newman og er dramatísk ástarsaga sem gerist á Nýfundnalandi árið 1911. „Reyndar er ég að skoða möguleikana á því að taka hana upp hér á landi en við verðum bara að sjá hvernig efnahagsumhverfið fer með okkur.“ Kanadísk kvikmyndagerð hugsar sér nú til hreyfings og hyggst nema ný lönd. Fram kemur í Variety að kanadískar kvikmyndir þyki fremur þunglyndislegar og þrúgandi þar sem sérkennileg kynhneigð eða eiturlyfjaneysla sé oftast í forgrunni. Nú eigi hins vegar að blása í herlúðra og reyna að búa til „alþýðlegar“ kvikmyndir sem skili einhverjum aurum aftur í kassann. Telefilm, kanadíski kvikmyndasjóðurinn, hefur því ákveðið að veita þremur framleiðslufyrirtækjum aukafjármagn til að gera áhorfsvænni kvikmyndir og er Whisbang eitt þeirra. Íslenski leikstjórinn gat ekki upplýst um neina leikara enda hefðu þeir ekki verið ráðnir. Vonir stæðu síðan til að tökur hæfust snemma á næsta ári. Baltasar þarf hins vegar ekkert að kvíða verkefnaskorti því að eigin sögn þá hrúgast handritin inn á borð til hans. Ekki hefur skemmt fyrir að fjallað var um sigur Brúðgumans á Eddu-verðlaununum í flestum helstu kvikmyndatímaritum.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira