Innlent

Gamalt timburhús í Landeyjum eyðilagðist í bruna

MYND/Anton Brink

Gamalt timburhús á jörðinni Skúmsstöðum í Vestur-Landeyjum gjöreyðilagðist í bruna í morgun.

Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli barst tilkynning um eldinn laust eftir klukkan tíu í morgun og voru lögregla og slökkvilið frá Brunavörnum Rangarávallasýslu komin á vettvang um kortéri síðar. Var þá mikill eldur í húsinu sem illa varð ráðið við og lauk slökkvistarfi ekki fyrr en nú um fjögurleytið.

Ekki var búið í húsinu en nýlegt íbúðarhús stóð um tíu metra frá því. Engar skemmdir urðu á því þar sem vindátt stóð frá því. Lögregla telur líklegt að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni í gamla húsinu sem notað var sem geymsla fyrir gamla muni fyrri ábúenda. Lögregla segir tjón ábúenda fyrst og fremst tilfinningalegt enda húsið gamalt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×