Innlent

Slá aftur skjaldborg um Alþingi

Ómar Ragnarsson er einn þeirra mótmælenda sem tók þátt í að slá skjaldborg um Alþingi.
Ómar Ragnarsson er einn þeirra mótmælenda sem tók þátt í að slá skjaldborg um Alþingi.

Talið er að um hundrað manna hópur mótmælenda hafi komið saman á Austurvelli til að slá skjaldborg um Alþingi í orðsins fyllstu merkingu. Það voru grasrótarsamtökin Nýir tímar sem stóðu fyrir atburðinum. Meðal þeirra sem tóku þátt í skjaldborginni var Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænna.

Markmið mótmælenda er að ríkistjórn Geirs Haarde fari frá völdum, að mynduð verði þjóðstjórn og kosningar fari fram við fyrsta mögulega tækifæri. Hópurinn telur að þetta sé grundvöllurinn að því að hægt sé að byggja upp Ísland að nýju. Trúverðugleiki forsætisráðherra sé enginn og erlendis veki þolinmæði Íslendinga gagnvart ríkisstjórninni undrun.

Mótmælin voru hin friðsamlegustu en þegar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kom að Alþingishúsinu púuðu mótmælendur á hann. Mótmælastöðunni lauk svo upp úr klukkan hálfeitt.

 

 














Fleiri fréttir

Sjá meira


×