Enski boltinn

Aston Villa ætlar að styrkja sig

Elvar Geir Magnússon skrifar
Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Villa.
Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Villa.

Aston Villa hefur komið mörgum á óvart á tímabilinu og er liðið við hlið Arsenal í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar. Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Villa, er langt frá því að vera saddur og segist ætla að styrkja liðið enn frekar í janúar.

O'Neill segist þó ekki enn hafa haft samband við neitt félag vegna leikmannakaupa. Ensku blöðin hafa verið að orða Villa við sóknarmennina Jermain Defoe hjá Portsmouth og Darren Bent hjá Tottenham.

„Ég er enn ekki kominn af stað í leikmannakaupum svo allar þessar sögur sem eru í gangi eru einfaldlega ekki sannar. Ég tel samt að það væri gott fyrir liðið að fá nýja leikmenn í hópinn," sagði O'Neill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×