Enski boltinn

Ferguson og Ronaldo bestir í janúar

Sir Alex Ferguson og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United voru í dag útnefndir stjóri og leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

United vann alla fjóra leiki sína í úrvalsdeildinni í janúar og fékk ekki á sig eitt einasta mark í sigrum gegn Birmingham, Aston Villa, Newcastle og Reading.

Þetta er í 20. skipti sem Ferguson er valinn stjóri mánaðarins á ferlinum.

Ronaldo afrekaði það í mánuðinum að skora sína fyrstu þrennu á ferlinum fyrir United í 6-0 stórsigri á Newcastle. Hann skoraði líka mark í 2-0 sigri á Reading og bæði mörk liðsins í sigri á Portsmouth.

Ronaldo var valinn leikmaður mánaðarins í nóvember og desember árið 2006 og er markahæsti leikmaður deildarinnar í dag með 19 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×