Enski boltinn

Richards gerir fimm ára samning við City

Varnarmaðurinn Micah Richards hefur nú loksins skrifað undir nýjan samning við Manchester City. Samningurinn er til fimm ára og gildir því til ársins 2013. Richards er aðeins 19 ára gamall og getur spilað bæði bakvörð og miðvörð.

Richards gekk í raðir City úr knattspyrnuskóla Oldham árið 2002 og hafði verið orðaður við stóru liðin á Englandi eftir að honum skaut upp á stjörnuhimininn. Hann á nú þegar að baki 11 landsleiki og hefur skorað eitt mark.

"Ég vildi alltaf halda áfram hjá City og undirskrift mín hefur nú tekið af allan vafa um framtíðina. Stjóri okkar er frábær og við ætlum að keppa um að vinna sæti í Evrópukeppninni," sagði Richards á heimasíðu City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×