Enski boltinn

Gerði Heskey út um titilvonir Chelsea?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.

Manchester United er komið með aðra höndina á Englandsmeistarabikarinn. Chelsea gerði aðeins jafntefli gegn Wigan á heimavelli sínum í kvöld. Emile Heskey jafnaði í 1-1 í uppbótartíma.

Staðan í hálfleik var markalaus. Joe Cole kom inn sem varamaður í hálfleiknum og við það hresstist sóknarleikur Chelsea til muna. Eftir þunga pressu í byrjun seinni hálfleiks náði Michael Essien að skora laglegt mark.

Chris Kirkland átti stórleik í marki Wigan og varði nokkrum sinnum meistaralega. Allt stefndi í sigur Chelsea en þegar komið var fram í viðbótartíma náði Emile Heskey að skora óvænt jöfnunarmark.

Manchester United er því á toppi deildarinnar með fimm stiga forystu á Chelsea þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×