Garðar: Spenntur og stressaður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2008 11:34 Garðar Gunnlaugsson, leikmaður CSKA Sofiu. Mynd/Sænska knattspyrnusambandið Garðar Gunnlaugsson segist bæði vera spenntur og stressaður fyrir þeirri tilhugsun að flytjast til Búlgaríu og að byrja að spila með CSKA Sofiu. Garðar var á leiðinni út á flugvöll í Svíþjóð þegar Vísir náði tali af honum en hann lék síðast með Norrköping þar í landi. Hann var markakóngur sænsku 1. deildarinnar á síðasta tímabili er félagið tryggði sér sæti í efstu deild. „Þetta leggst mjög vel í mig og auðvitað er smá fiðringur í manni," sagði Garðar. „Þetta er þvílíkt ævintýri sem bíður mín og er ég bæði spenntur og stressaður fyrir þessu." CSKA Sofia er með sögufrægari knattspyrnufélögum Evrópu. Það hefur unnið búlgarska meistaratitilinn 31 sinni og er ásamt Celtic og Rangers í hópi farsælustu Evrópuliða í sínu heimalandi. Garðar verður með númerið 34 hjá félaginu en hann vonast auðvitað til að fá að spila sem mest með liðinu. „Vonandi tekst okkur líka að komast í Evrópukeppnina á nýjan leik. Félagið varð meistari á síðustu leiktíð en dæmt úr Evrópukeppninni þar sem maður innan félagsins var að draga að sér pening. Hann situr nú í fangelsi og nýr forseti hefur tekið við. Félagið er því búið að koma sér á réttan kjöl á ný." Auk þess segir hann að töluverð endurnýjun hafi átt sér stað innan leikmannahópsins. „Félagið var með nokkuð gamlan leikmannahóp og seldu því nokkra af eldri leikmönnunum. Liðið er því orðið nokkuð ungt nú." Garðar segir að fjárhagslega hlið samningsins skemmi ekki fyrir. „Þetta er töluvert betra en í Svíþjóð auk þess sem það er bara tíu prósent skattur þarna. Ég er ekki einungis að fara þangað vegna peninganna en það hefur sitt að segja. Ég lít á þetta sem næsta þrep í mínum ferli og vonandi verður þetta engin endastöð fyrir mig." Garðar hefur ekki enn fengið tækifæri með A-landsliði Íslands en vonast vitanlega til að fá kallið síðar meir. „Auðvitað vill maður fá að spila fyrir hönd þjóðar sinnar en ég hef ekki gert það síðan ég gekk upp úr 21 árs landsliðinu. En ég er ekkert að velta því fyrir mér, það kemur bara þegar það kemur. En Óli (landsliðsþjálfari) er velkominn hingað í kaffi." Fótbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sjá meira
Garðar Gunnlaugsson segist bæði vera spenntur og stressaður fyrir þeirri tilhugsun að flytjast til Búlgaríu og að byrja að spila með CSKA Sofiu. Garðar var á leiðinni út á flugvöll í Svíþjóð þegar Vísir náði tali af honum en hann lék síðast með Norrköping þar í landi. Hann var markakóngur sænsku 1. deildarinnar á síðasta tímabili er félagið tryggði sér sæti í efstu deild. „Þetta leggst mjög vel í mig og auðvitað er smá fiðringur í manni," sagði Garðar. „Þetta er þvílíkt ævintýri sem bíður mín og er ég bæði spenntur og stressaður fyrir þessu." CSKA Sofia er með sögufrægari knattspyrnufélögum Evrópu. Það hefur unnið búlgarska meistaratitilinn 31 sinni og er ásamt Celtic og Rangers í hópi farsælustu Evrópuliða í sínu heimalandi. Garðar verður með númerið 34 hjá félaginu en hann vonast auðvitað til að fá að spila sem mest með liðinu. „Vonandi tekst okkur líka að komast í Evrópukeppnina á nýjan leik. Félagið varð meistari á síðustu leiktíð en dæmt úr Evrópukeppninni þar sem maður innan félagsins var að draga að sér pening. Hann situr nú í fangelsi og nýr forseti hefur tekið við. Félagið er því búið að koma sér á réttan kjöl á ný." Auk þess segir hann að töluverð endurnýjun hafi átt sér stað innan leikmannahópsins. „Félagið var með nokkuð gamlan leikmannahóp og seldu því nokkra af eldri leikmönnunum. Liðið er því orðið nokkuð ungt nú." Garðar segir að fjárhagslega hlið samningsins skemmi ekki fyrir. „Þetta er töluvert betra en í Svíþjóð auk þess sem það er bara tíu prósent skattur þarna. Ég er ekki einungis að fara þangað vegna peninganna en það hefur sitt að segja. Ég lít á þetta sem næsta þrep í mínum ferli og vonandi verður þetta engin endastöð fyrir mig." Garðar hefur ekki enn fengið tækifæri með A-landsliði Íslands en vonast vitanlega til að fá kallið síðar meir. „Auðvitað vill maður fá að spila fyrir hönd þjóðar sinnar en ég hef ekki gert það síðan ég gekk upp úr 21 árs landsliðinu. En ég er ekkert að velta því fyrir mér, það kemur bara þegar það kemur. En Óli (landsliðsþjálfari) er velkominn hingað í kaffi."
Fótbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sjá meira