Innlent

Vilja ræða skipulag Vatnsmýrar vegna orða borgarstjóra

MYND/Daníel R.

Minnihlutinn í borgarstjórn hefur óskað eftir því að óvissa um skipulag Vatnsmýrarinnar verði rædd utan dagskrár á fundi borgarstjórnar á morgun.

Óskin er lögð fram í kjölfar yfirlýsinga borgarstjóra á samráðsfundum með íbúum í þremur hverfum borgarinnar á laugardag. Þar sagði borgarstjóri meðal annars að ef ekki yrði hætt að vinna samkvæmt vinningstillögu í samkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir þróun og uppbyggingu mýrarinnar.

Þá sagði hann þá sem unnið hefðu að vinningstillögunni ekki hafa nægilegt skynbragð á taktinn og þarfinar í íslensku samfélagi að hans mati.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×