Fótbolti

Tommy Burns látinn

Eiríkur St skrifar
Tommy Burns í bikarúrslitaleik Celtic og Dundee árið 1988.
Tommy Burns í bikarúrslitaleik Celtic og Dundee árið 1988. Nordic Photos / Getty Images

Skoska knattspyrnuhetjan Tommy Burns er látinn eftir baráttu sína við húðkrabbamein. Hann var 51 árs gamall.

Hann greindist fyrist með krabbamein árið 2006 en það tók sig upp að nýju snemma á þessu ári.

Hann lék með Glasgow Celtic á árunum 1974 til 1989 og var knattspyrnustjóri liðsins til skamms tíma um miðjan tíunda áratuginn. Hann hefur síðan verið þjálfari aðalliðsins þar til hann fór í veikindaleyfi.

Burns var einnig orðaður við þjálfarastöðu skoska landsliðsins þegar að Alex McLeish hætti í haust.

„Tommy verður sárt saknað en hann er sannarlega goðsögn í röðum Celtic," sagði í yfirlýsingu frá félaginu. „Hugsanir okkar eru með eiginkonu Tommy, Rosemary, og fjölskyldu hans á þessum afar erfiðu tímum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×