Enski boltinn

Jafnt á Anfield í hálfleik

Einnar mínútu þögn var fyrir leikinn til að minnast þeirra sem fórust í Hillsborough slysinu fyrir 19 árum
Einnar mínútu þögn var fyrir leikinn til að minnast þeirra sem fórust í Hillsborough slysinu fyrir 19 árum NordcPhotos/GettyImages

Ekkert mark er komið þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign Liverpool og Blackburn í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn hafa verið sterkari aðilinn í leiknum sem þó hefur alls ekki verið mikið fyrir augað.

Varnarmaðurinn Chris Samba hjá Blackburn getur þó líklega þakkað dómaranum fyrir að vera enn inni á vellinum því hann virtist brjóta á Steven Gerrard þegar hann var að komast einn inn fyrir vörn Blackburn, en dómarinn sá ekki ástæðu til að flauta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×