Fótbolti

Árni Gautur og félagar með mikilvægan sigur

NordcPhotos/GettyImages

Thanda Royal Zulu, lið Árna Gauts Arasonar í suður-afrísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á enn von um að halda sæti sínu í deildinni eftir 3-2 sigur á BidVest Wits í dag.

Árni Gautur varði vel í marki Zulu, sem er í 14. sæti deildarinnar með 28 stig, tveimur meira en Black Leopards sem eru í 15. og næst neðsta sæti með 26 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×