Enski boltinn

Sjö varamenn leyfðir á Englandi á næsta ári

Nordic Photos / Getty Images

Enska úrvalsdeildin hefur samþykkt að varamönnum í deildinni verði fjölgað úr fimm í sjö á næsta keppnistímabili líkt og tíðkast í öðrum deildum Evrópu og landsleikjum.

Aðeins þrjár skiptingar verða þó heimilaðar áfram en stjórar á Englandi hafa í nokkurn tíma farið þess á leit að varamönnum yrði fjölgað, en við því hafði verið spornað fram að þessu því talið var að það myndi auka á ójafnvægi milli stærstu félaganna og þeirra minni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×