Innlent

Grímsnesið kemur til hafnar í Vestmannaeyjum

Varðskip Landhelgisgæslunnar vinnur nú að því að taka dragnótabátinn Grímsnes GK-555 í tog þar sem drepist hefur á aðalvél bátsins. Sjókælir bátsins skaddaðist þegar hann strandaði á sandrifi 3,2 sjómílur norðaustan af Skarðsfjöruvita á sjöunda tímanum í morgun. Var þá gripið til þess ráðs að kæla aðalvél bátsins með ferskvatni sem var um borð. Hafa vatnsbirgðir bátsins klárast og er því nauðsynlegt að varðskipið taki bátinn í tog. Verður Grímsnes GK-555 dreginn til hafnar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

 





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×