Lífið

Bernie Mac er látinn

Bernie Mac var fimmtugur að aldri.
Bernie Mac var fimmtugur að aldri.
Bandaríski Grínistinn Bernie Mac lést í morgun, fimmtugur að aldri. Talsmaður leikarans segir hann hafa látist úr lungnabólgu á sjúkrahúsi í Chicago. Mac hafði legið á sjúkrahúsinu í rúma viku en á fimmtudag bárust þær fregnir að ástand hans væri stöðugt en honum hrakaði í nótt.

Bernie Mac lék í sjónvarpsþáttunum The Bernie Mac Show, sem sýndir voru á Stöð 2 á sínum tíma. Hann lék einnig í kvikmyndum á borð við Ocean Eleven, Transformers og Charlies Angels'.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.