Enski boltinn

Chelsea heldur í vonina

Michael Ballack hefur verið í fínu formi með Chelsea að undanförnu
Michael Ballack hefur verið í fínu formi með Chelsea að undanförnu NordcPhotos/GettyImages

Chelsea á enn möguleika á að vinna enska meistaratitilinn eftir 2-0 útisigur á Newcastle í leik liðanna í dag. Michael Ballack og Florent Malouda skoruðu mörk þeirra bláu í dag og nú er ljóst að baráttan á toppi og botni deildarinnar heldur áfram fram á lokadag deildarinnar.

Sigur Chelsea var nokkuð verðskuldaður, en Michael Owen fékk tvö góð færi í fyrri hálfleiknum. Michael Ballack fékk líka dauðafæri fyrir Chelsea eftir að hann komst í gegn um vörn Newcastle, en náði ekki að nýta það.

John Terry átti skalla í slá á marki Newcastle áður en Ballack skoraði fyrsta markið með skalla.  

Manchester United og Chelsea eru efst og jöfn í deildinni með 84 stig, en United hefur mun betri markatölu og þarf aðeins að vinna lokaleik sinn til að tryggja sér annan Englandsmeistaratitilinn í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×